Launafólk á að fá greitt út orlof 1. júní næstkomandi. Fyrir fullt starf er upphæðin 2024 58.000 krónur á almennum markaði.
https://stf.is/kaup-og-kjor/orlofs-og-desemberuppbot/
Réttur til fullrar orlofsuppbótar miðast við að starfsmaður hafi unnið 45 vikur eða meira á tímabilinu 1. maí – 30. apríl, fyrir utan orlof. Um er að ræða fasta krónutölu sem greiðist þann 1. júní ár hvert, miðað við starfshlutfall á orlofsárinu. Hún greiðist öllum starfsmönnum sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum, miðað við 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.
Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.