Tenglar

15. maí 2024

Orlofsuppbót 2024

Launafólk á að fá greitt út orlof 1. júní næstkomandi. Fyrir fullt starf er upphæðin 2024 58.000 krónur á almennum markaði.

https://stf.is/kaup-og-kjor/orlofs-og-desemberuppbot/

Réttur til fullrar orlofsuppbótar miðast við að starfsmaður hafi unnið 45 vikur eða meira á tímabilinu 1. maí – 30. apríl, fyrir utan orlof. Um er að ræða fasta krónutölu sem greiðist þann 1. júní ár hvert, miðað við starfshlutfall á orlofsárinu. Hún greiðist öllum starfsmönnum sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum, miðað við 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.

Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

 

24. apríl 2024

Aðalfundur  Stjórnendafélags Suðurlands

Aðalfundur  Stjórnendafélags Suðurlands var haldinn 23. apríl  sl. á Hótel Selfossi. Farið var yfir reikninga félagsins ásamt skýrslu stjórnar og orlofsnefndar,  sem var samþykkt.  Á fundinum var kosning um formann, Viðar Þór Ástvaldsson er áfram  formaður, einnig var kosið um ritara og er  Herborg Anna Magnúsdóttir áfram ritari  og þá var kosið  um meðstjórnenda og er Ægir Björgvinsson áfram meðstjórnandi.  Aðrir í stjórn eru Sveinn Þórðarson  gjaldkeri og Helgi Jóhannsson  varaformaður félagsins.

Samþykkt var að halda áfram sameiningarviðræðum við stéttarfélög innan STF.

Fulltrúar frá Sambandi stjórnendafélaga mættu á  fundinn og fóru yfir stöðuna hjá STF.   Einnig var fulltrúi frá Símenntun Háskólans á Akureyri þar kynnti stjórnendanám Stjórnendafræðslunar.

Þá var einnig skemmtileg kynnig á 2 hluta miðbæjar Selfoss.

9. apríl 2024

Aðalfundur Stjórnendafélags Suðurlands

Stjórnendafélag Suðurlands heldur aðalfund á Hótel Selfossi þriðjudaginn 23. apríl   nk. kl. 19:00.

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Lagabreytingar
  • Sameining félaga
  • Fulltrúi frá Símenntun Háskólans á Akureyri, kynnir Stjórnendanámið sem er hagnýtt fjarnám fyrir alla stjórnendur.
  • Fulltrúi frá Sambandi stjórnendafélaga mætir á fundinn
  • Vignir Guðjónsson verður með kynningu á áfanga 2 Miðbæ Selfoss

Matur í boði félagsins í upphafi fundar

Stjórnin

 

19. mars 2024

Lausar vikur í orlofshúsum félaganna sumarið 2024

Þann 21. mars  nk. kl. 09.00 verða allar óseldar og ógreiddar vikur orlofshúsum félaganna í sumar, settar í opna sölu inn á Orlofsvefinn Frímann og geta þá allir félagar í öllum aðildarfélögunum sótt um orlofshús.  Þá gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

https://orlof.is/vssi/

 

Sjá allar fréttir